SVEPPASÚPA & BRAUÐBOLLUR

by birgitta

Sveppasúpa og brauðbollur

794 kr
Undirbúningur 5 mínútur
Eldunartími 20 mínútur
Heildartími 25 mínútur
Tegund Kvöldmatur
Skammtar 4 manns

Innihaldslýsing
  

  • 1 msk Matarolía 1L
  • 1 stk Laukur
  • 1 box Sveppir dós
  • 1 dós Sveppir dós
  • 2 geirar Hvítlauksgeirar
  • 1 stk Grænmetisteningur
  • 500 ml Vatn
  • 100 ml Nýmjólk 1L
  • 4 stl Brauðbollur

Leiðbeiningar
 

  • Hitið olíu á stórri pönnu yfir meðalhita
  • Steikið laukinn í um 5 mínútur eða þar til hann mýkist
  • Bætið við fersku sveppunum og hækkið hitann örlítið, hrærið reglulega
  • Steikið í um 8 mínútur en bætið þá sveppum í dós við
  • Steikið í 2 mínútur í viðbót og bætið svo sneiddum/kreistum hvítlauk saman við
  • Takið frá stóra matskeið af sveppunum til að skreyta með í lokin
  • Hellið vatni á pönnuna og blandið grænmetisteningnum saman við
  • Hitið þar til suðan kemur upp
  • Takið þá af hitanum og notið töfrasprota eða sambærilegt tæki til að blanda öllu saman þar til það fær á sig mjúka áferð
  • Færið aftur yfir á helluna, bætið mjólkinni saman við og hitið þar til það hefur náð upp hita aftur.
  • Bætið við vatni ef súpan er mjög þykk, kryddið eftir smekk (salt og pipar)
  • Færið yfir í skálar og skreytið með sveppabitunum sem þið tókuð frá.

Fleiri hugmyndir