FISKUR Í RASPI

by birgitta

Fiskur í raspi með frönskum

2.405 kr
Undirbúningur 5 mínútur
Eldunartími 20 mínútur
Heildartími 25 mínútur
Tegund Kvöldmatur
Skammtar 4 manns

Innihaldslýsing
  

  • 1 kg Þorskbitar í raspi
  • 100 g Smjör
  • 1 stk Laukur
  • 1 stk Sítróna
  • 1 poki Franskar (frosið)

Leiðbeiningar
 

  • Hitið ofninn í 200°C
  • Skerið smjörið í bita og raðið í botninn á eldföstu móti
  • Raðið fiskinum yfir
  • Setjið smjörbita ofan á hvern bita
  • Dreifið lauknum á milli bita (sumir vilja setja hann í botninn)
  • Setjið í ofninn í u.þ.b. 20 mínútur
  • Skerið sítrónubita og setjið ofan á hvern bita þegar þið takið úr ofninum
  • Berið fram fisk í raspi með smjörsteiktum lauk og meðlæti

Til minnis – viðbótarupplýsingar

Fiskur í raspi er líka geggjað góður með smælki en franskarnar gætu höfðað meira unglinganna 😉
Hrásalat hentar líka mjög vel sem meðlæti!

Fleiri hugmyndir