KJÖTSÚPA

by birgitta

Kjötsúpa

3.010 kr
Undirbúningur 10 mínútur
Eldunartími 40 mínútur
Tegund Kvöldmatur
Skammtar 6 manns

Innihaldslýsing
  

  • 2 kg Súpukjöt kg
  • 3 L Vatn
  • 400 g Rófur
  • 400 g Kartöflur kg
  • 220 g Gulrætur niðursoðnar
  • 40 g Hrísgrjón
  • 1 stk Laukur
  • 4-5 cm Blaðlaukur
  • 5 msk Súpujurtir
  • 1 msk Salt 1kg
  • 0,5 tsk Pipar (eða eftir smekk)

Leiðbeiningar
 

  • Byrjið á því að skola kjötið og setja ásamt 3L af vatni í stóran pott, hitið á meðalhita.
  • Skerið grænmeti á meðan suðan kemur upp.
  • Þegar suðan hefur komið upp, reynið að halda hitanum við suðumark.
  • Fleytið froðuna og mestu fituna fyrstu 10-15 mínúturnar ofan af.
  • Bætið grænmeti og kryddi ofan í pottinn og sjóðið í um 40 mínútur. Smakkið til eftir smekk.

Til minnis – viðbótarupplýsingar

Það má einnig minnka magn af kjötinu eða nota aðra bita af lambakjöti í súpuna. Súpan er ofurgóð daginn eftir.