24
Blómkálssúpa m/brauðbollum
772 kr
Innihaldslýsing
- 1 kg Blómkál frostið
- 1 stk Grænmetisteningur
- 3 msk Matarolía 1L
- 1 stk Laukur
- 5,5 bollar Vatn
- 0,5 tsk Salt 1kg
- 0,5 tsk Pipar
- 1 uppskrift Brauðbollur
Leiðbeiningar
- Hitið olíu í stórum potti
- Skerið laukinn og bætið út í pottinn, leyfið lauknum að mýkjast á lágum hita í um 15 mínútur
- Bætið blómkáli, salti og 0,5 bolla af vatni í pottinn
- Hækkið á miðlungshita, setjið lok á pottinn og látið malla í 15-18 mínútur eða þar til blómkálið er orðið mjúkt
- Bætið 4,5 bollum af vatni út í pottinn, látið malla í um 20 mínútur án loks
- Maukið súpuna með töfrasprota eða í blandara
- Látið súpuna standa í 20 mínútur – hún mun þykkna á þeim tíma
- Bætið 0,5 bolla af heitu vatni út í súpuna og hitið upp aftur
Til minnis – viðbótarupplýsingar
Athugið að einnig getur verið gott að geyma hluta af elduðum blómkálsbitunum til að setja út í súpuna aftur þegar búið er að mauka hana.