KÚREKABRAUÐ

by birgitta

Kúrekabrauð m/bökuðum baunum & osti

740 kr
Undirbúningur 5 mínútur
Eldunartími 15 mínútur
Tegund Hádegismatur, Kvöldmatur
Skammtar 4 manns

Innihaldslýsing
  

  • 8 sneiðar Brauð 1kg
  • 2 dós Bakaðar baunir
  • 240 g Góðostur kg

Leiðbeiningar
 

  • Hitið ofninn á 180°C
  • Dreifið 1-2msk af bökuðum baunum á hverja brauðsneið
  • Raðið ostsneiðum ofan á baunirnar
  • Setjið brauðsneiðarnar á bökunarplötu klædda í pappír og inn í ofn
  • Hitið þar til osturinn hefur bráðnað og hefur brúnast örlítið
  • Takið út og berið á borð

Til minnis – viðbótarupplýsingar

Sumum finnst gott að rista brauðsneiðarnar áður en baunirnar eru settar á og enn öðrum finnst ómissandi að hafa steikt egg sem meðlæti.
Svo má einnig bæta paprikukryddi ofan á ostinn 🙂

Fleiri hugmyndir