Sparnaður þarfnast skipulags og útsjónasemi en skipulag tekur ofast mestan tíma fyrst til að ná yfirsýninni en kemst svo fljótt upp í vana.
Við höfum tekið saman nokkur almenn sparnaðarráð til að huga að ef heimilið þarf að herða ólina örlítið, tímabundið eða framvegis.
TILLAGA AÐ ÞVÍ HVERNIG ER BEST AÐ BYRJA AÐ SKIPULEGGJA MATARINNKAUPIN:
- Áður en matarplan er sett upp, farið vel yfir hvað þið eigið til í skápum, skúffum, ísskáp og frysti. Reynið að velja uppskriftir sem nýta hráefnið sem þið eigið nú þegar til.
- Skoðið tilboð verslana á vefnum/í blöðum áður en innkaupalistinn er kláraður
- Skoðið hvort að tilboðsvörur sem eru að falla á dagssetningu passi inn í ykkar innkaupalista, oft er hægt að fá kjötvörur á mikið lækkuðu verði en það er oft eitt af dýrustu hráefnunum.
- Nýtið helgar til að baka eða skipuleggja vikuna framundan ef það þarf að afþýða eða flýta fyrir matseld vikunnar.
MATVÆLI
- Prufið að skipta út kjötmeti fyrir kjúklingabaunir eða linsubaunir í pottréttum – einnig er hægt að bæta baunum við ásamt kjöti til að drýgja betur.
- Kaupa heilan kjúkling og búta niður, elda og frysta kjötið þar til seinna. Sjá ágætis kennslumyndband hér. Svo má sjóða beinin til að fá soð fyrir súpur og sósur.
- Kaupið stór stykki af osti og rífið niður sjálf, setjið í frysti í hæfilegum skömmtum.
- Oftast er hægt að nota mjólk í staðinn fyrir rjóma þegar blanda á með rjómaosti eða í “rjóma”sósur, prufið ykkur áfram.
- Á minni heimilum, er betra að elda stærri skammta í einu (fyrir 4 t.d.) og frysta í skömmtum og/eða að nota í hádegismat síðar.
- Kaupið kjöt beint frá býli, stundum er það hagstæðast fyrir þá sem eiga frystikistu.
- Passið að yfirfara ísskápinn reglulega og setjið í frysti það sem er að falla á tíma.
- Nýtið grænmeti á lokametrunum í eggjaköku/hræru, það er dýrindis kvöldmatur og/eða hádegismatur.
- Skoðið alltaf tilboðskörfur eða kæla verslana og kaupið til að eiga (setja í frysti eða elda og setja hluta í frysti).
- Hægeldið svínabóg og notið kjötið í mismunandi uppskriftir (t.d. “pulled pork” hamborgara, vefjur, pylsubrauð).
- Þegar keypt er skinka eða pepperoni fyrir pizzur eða pastarétti, er sniðugt að skipta niður í litla parta og frysta.
- Þeir sem eru í aðstöðu til að taka slátur ná að spara nokkrar krónur með því að gera það sjálf/ir.
- Brauðendana má rífa niður og nýta sem brauðmylsnu.
- Setjið afgang af kvöldmati í box til að nýta í hádeginu næsta dag eða næstu daga eða frystið til að nýta síðar.
- Kartöflur eru ódýr matur, hægt er að sjóða og steikja kartöflubita á pönnu og salta/krydda.
- Kalkúnahakk er stundum til í verslunum og er ódýrt.
- Bakið skinkuhorn, pizzasnúða, muffins, kanilsnúða, bananabrauð og frystið, hægt að nýta í t.d. sparinesti.
- Brauðbakstur er oftast mun ódýrari en að kaupa tilbúið en fer alveg eftir smekk og tíma hvers og eins (brauðbollur, pítubrauð, hamborgarabrauð, naan brauð, heimatilbúnar tortillur, rúgbrauð o.s.fv.)
- Blandið nokkrum dropum af vatni við sósur þegar botnfylli er eftir til að drýgja restarnar (fullnýtum vörurnar)
FJÁRMÁL HEIMILISINS
- Setjið öll útgjöld heimilisins inn í excel (eða handskrifið á blað) til að hafa heildarmynd á hvaða kostnaði er hægt að hafa stjórn á og hverjum ekki.
- Takið saman allar áskriftir heimilisins, tónlist/hljóðbækur, tímarit/blöð, sjónvarp, happdrætti, aðgangur að hreyfingu sem er ekki nýtt o.s.fv. Kannski má segja einhverju upp tímabundið?
- Farið inn á aurbjorg.is og berið saman hvar rafmagn er hagstæðast, einnig til að fá tilboð í tryggingar en það er gott að kanna það árlega.
- Skoðið einnig notkun á heitu vatni t.d. inni á mínum síðum inni á veitur.is (þar sem það á við) en þar má finna reiknivél sem ber saman þína notkun við meðalnotkun sambærilegs heimilis.
- Kreditkortafærslur eru ódýrari en debitkortafærslur en alls ekki allir sem geta treyst sjálfum sér til að virða mörk á kreditkortanotkun.
- Reynið að setja allt sem hægt er í boðgreiðslur, þjónustugjöld á því eru lægri en að fá greiðsluseðla.
- Munið að slökkva öll ljós sem eru ekki í notkun
- Slökkvið á uppþvottavél, þvottavél og þurrkara þegar þessi tæki eru ekki í notkun. Biðstaða (prógrammi lokið og bíður að slökkt sé á) nýtir rafmagn.
- Lækkið í ofnum þegar heitt er úti og passið að yfirfara alla ofna til að skoða hvort einhver sé á yfirsnúningi
- Reynið alltaf að greiða mánaðarlega inn á höfuðstól lána sem eru með hæstu vextina (þar sem það er í boði án kostnaðar).
- Kaupið aðeins eldsneyti þar sem verðið er lægst.
- Undirbúið og nýtið afsláttardaga verslana til að kaupa gjafir á betri verðum, undirbúningur skiptir öllu svo við gleymum okkur ekki í afsláttakjörunum og kaupum meira en ætlun stóð til eða á hærra verði.
- Gjafaborðar & kort: Endurnýtið gjafaborða af pökkum og endurnýtið tækisfæriskort með því að klippa forsíðuna af kortum sem þið fáið inn á heimilið (það er hægt að skrifa aftan á forsíðuna :)).
- Fatnaður: Loppurnar bjóða fatnað á mjög hagstæðum kjörum, sniðugt er að leita þangað áður en ný flík eða leikfang/spil er keypt. Þar er einnig hægt að finna fallegar gjafir.