QUESADILLA M/HAKKI & GRÆNMETI

by birgitta

Quesadillas m/hakki

1.142 kr
Undirbúningur 5 mínútur
Eldunartími 30 mínútur
Heildartími 35 mínútur
Tegund Hádegismatur, Kvöldmatur
Þema Mexíkóskt
Skammtar 4 manns

Innihaldslýsing
  

  • 1 pk Tortillur (8 stk)
  • 250 g Folaldahakk kg
  • 200 g Góðostur kg
  • 1 stk Paprika
  • 1 stk Laukur
  • 0,5 krukka Taco sósa

Leiðbeiningar
 

  • Hitið pönnu með olíu á meðalhita
  • Skerið lauk og papriku í sneiðar eða bita
  • Steikið grænmetið á pönnu þar til það hefur mýkst aðeins, setjið til hliðar
  • Hitið pönnuna aftur upp á hærri hita með smá olíu
  • Steikið hakkið á pönnu þar til það hefur brúnast vel
  • Kryddið hakkið með salti og pipar (og öðrum kryddum eftir smekk)
  • Setjið til hliðar
  • Raðið grænmeti, hakki og osti á annan helminginn á tortillunum og klemmið tortillunni saman í hálfmána
  • Steikið á pönnu eða í grilli/samlokugrilli þar til osturinn hefur bráðnað
  • Skerið hvern hálmána í 3-4 bita og berið fram með taco sósu

Til minnis – viðbótarupplýsingar

Það má einnig krydda hakkið eftir því hvað fjölskyldunni finnst gott, t.d. hvítlauks-, lauk-, papriku-, fajitas- eða cumin kryddi.
Það er líka mjög gott að nota kjúkling eða “pulled pork” í uppskriftina en þá breytist kostnaðurinn aðeins. 

Fleiri hugmyndir