65
Skinku- & sveppa pasta
1.206 kr
Innihaldslýsing
- 500 g Spaghetti 1kg
- 2 msk Matarolía 1L
- 1 box Sveppir dós
- 1 pk Skinka
- 2 stk Hvítlauksgeirar
- 1-2 dl Nýmjólk 1L
- 150 gr Smurostur sveppir 300g
- Salt og pipar til að bragðbæta
Leiðbeiningar
- Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum
- Hitið olíu á pönnu á meðalháum hita. Skerið sveppi og skinku niður í bita og steikið
- Þegar sveppirnir hafa brúnast, bætið þá hvítlauknum saman við og steikið í 2 mínútur
- Setjið ostinn/smurostinn saman við ásamt mjólkinni og hrærið varlega þar til allt hefur blandast vel saman
- Saltið og piprið sósuna eftir smekk
- Að lokum er pastanu blandað saman við og borið fram
Til minnis – viðbótarupplýsingar
Hér má skipta út smurostinum fyrir dýrari rjómaost eða fyrir vegan útgáfu eða ódýrari kosti eins og villisveppaost. Mjólkin er ódýrari en rjómi og því er hún notuð í þessari uppskrift en rétturinn verður saðsamari með rjómanum (og dýrari). Með því að bjóða upp á lúxus útgáfu með parmesan, hvítlauksbrauð, brauðbollur eða brauðsneiðar, hækkar kostnaðurinn um 3-400 kr.