62
Heimatilbúin pizza
1.463 kr
Einföld og ljúffeng uppskrift
Innihaldslýsing
- 3,5 dl Vatn
- 1 bréf Þurrger bréf
- 2 tsk Sykur 1kg
- 5 msk Matarolía 1L
- 2 tsk Salt 1kg
- 10 dl Hveiti 1kg
- 0,5 stk Pizzasósa
- 200 g Góðostur kg
- 0,5 pk Skinka
- 1 dós Sveppir dós
- 1 dós Ananas dós
Leiðbeiningar
Pizzadeig
- Byrjið á að hella miðlungsheitu vatni í stóra skál og dreifið þurrgerinu yfir.
- Hrærið lítillega og látið standa þar til freyðir vel, í um 5 mínútur.
- Hrærið þá samanvið sykri, olíu og salti.
- Bætið hveitinu næst við og hrærið þar til deig myndast.
- Penslið aðra skál með smá olíu, setjið deigið í hana og setjið smá olíu yfir deigið.
- Hyljið skálina með plastfilmu og leggið til hliðar á hlýjan stað í um klukkustund.
- Eftir að deigið hefur u.þ.b. tvöfaldað sig, færið þá yfir á hveitiborið borð og varlega hnoðið 1-2var sinnum og útbúið kúlu.
- Hitið ofninn eða pizzaofninn, athugið að ofnar eru mismunandi en gott er að miða við 230°C+
- Látið hvíla í 10 mínútur í viðbót. Notið strax fyrir eina ofnskúffu, eða skiptið í 4 jafnar kúlur fyrir minni pizzur.
Álegg
- Dreifið pizzasósu yfir pizzadeigið og raðið álegginu, eftir ykkar höfði (t.d. ostur undir öðru áleggi eða yfir því….eða bæði 🙂 )
- Setjið pizzuna/pizzurnar inn í ofninn og hitið þar til osturinn er orðinn gylltur eða í um 10-20 mínútur. (Fer eftir ofnagerð)
Til minnis – viðbótarupplýsingar
Val á áleggi er mjög persónubundið en hér er miðað við klassíska skinku, sveppi og ananas. Pepperóní er dýrara en skinka en sniðugt er að kaupa pakkningu og skipta henni í hluta, frysta skammtana og nýta svo þegar þörf er á. Staðssetning á ostinum skiptir líka máli en sumir kjósa að setja aðeins undir áleggið, aðrir ofan á áleggið og enn aðrir sem vilja ostinn bæði undir og yfir, endilega prófið ykkur áfram. Geymsla:
- Hægt er að geyma deigið í ísskáp upp undir 3 daga. Áður þarf að leyfa deiginu að lyfta sér til fulls, pakka því svo í plastfilmu og setja í ísskáp.
- Ef þú vilt frysta deigið, geymist það í tvo mánuði. Áður en deigið er fryst, þarf að leyfa því að lyfta sér til fullst, pakka því í plastfilmu og í fjölnota frystipoka (skiptið í parta áður en þið frystið)
- Til að afþíða deigið, takið úr frystinum og leyfið að afþíða í kæliskápnum yfir nóttu. Ef þú gleymir því, má taka deigið út og leyfa því að afþíðast við herbergishita í nokkrar klukkustundir.