GRJÓNAGRAUTUR

by birgitta

Grjónagrautur

509 kr
Einfaldur grjónagrautur sem tekur klukkustund að útbúa
Undirbúningur 5 mínútur
Eldunartími 1 hour
Heildartími 1 hour 5 mínútur
Tegund Kvöldmatur
Skammtar 4 manns

Innihaldslýsing
  

  • 3 dl Hrísgrjón (River Rice eða grautargrjón)
  • 4 dl Vatn
  • 2 L Nýmjólk 1L
  • 1 tsk Salt 1kg
  • 1 dl Rúsínur
  • 2 tsk Kanill
  • 1 dl Sykur 1kg

Leiðbeiningar
 

  • Byrjið á að setja hrísgrjónin, saltið og vatnið í pott, hitið að suðu í nokkrar mínútur
  • Lækkið hitann undir pottinum (miðlungshiti) og bætið mjólkinni saman við
  • Setjið lok á pottinn og látið malla
  • Hrærið reglulega í, svo það brenni ekki við
  • Þegar grauturinn hefur náð þeim þykkleika sem óskað er eftir, má bera fram

Til minnis – viðbótarupplýsingar

Gott er að bæta ekki allri mjólkinni saman við strax heldur setja meirihlutann og bæta frekar við þegar grauturinn hefur eldað í um 40-50 mínútur. 
Sumum finnst ómissandi að bera fram lifrarpylsu með grjónagraut en lifrarpylsan hækkar matarkostnaðinn töluvert (eða næstum því um helming), þá gæti verið hentugt að skera lifrarpylsuna niður í sneiðar og ef það verður afgangur, að frysta þar til næst.

Fleiri hugmyndir