BRAUÐBOLLUR

by birgitta

Fljótlegar brauðbollur

27 kr / stk
Hvítar brauðbollur með kvöldmat, í nestisboxið eða hvenær sem er.
Undirbúningur 5 mínútur
Eldunartími 20 mínútur
Heildartími 25 mínútur
Tegund Hádegismatur, Kaffitími, Kvöldmatur, Meðlæti, Morgunmatur, Nesti
Skammtar 20 bollur

Innihaldslýsing
  

  • 920 g Hveiti 1kg
  • 6,5 dl Heitt vatn
  • 2 bréf Ger 15g
  • 6 msk Sykur 1kg
  • 2 msk Matarolía 1L
  • 2 tsk Salt 1kg
  • 1 tsk Lyftiduft

Leiðbeiningar
 

  • Blandið heitu vatni, geri, sykri og olíu saman í skál
  • Látið standa í um 5 mínútur til að leyfa gerinu að mynda froðu ofan á blöndunni
  • Blandið næst þurrefnum saman við (hveiti, lyftidufti og salti)
  • Hnoðið vel
  • Skiptið deiginu niður í 20 brauðbollur
  • Bakið við 180°C (undir- og yfirhiti) í um það bil 15-20 mínútur

Til minnis – viðbótarupplýsingar

Til að tryggja að deigið verði ekki of þurrt er gott að blanda ekki öllu hveitinu saman við strax þar sem blandan bregst mismunandi við hveititegundum.
Einnig má setja deigið í form og baka sem brauðhleif.

Fleiri hugmyndir