190
Hakk og spaghetti
511 kr
Mjög einfalt, en ódýrt hakk og spaghetti
Innihaldslýsing
- 500 g Folaldahakk kg (eða svínahakk/grísahakk/vegan hakk)
- 1 msk Matarolía 1L
- 240 g Spaghetti eða annað pasta
- 1 krukka Pastasósa krukka
Leiðbeiningar
- Hitið matskeið af olíu á pönnu og steikið hakkið á miðlungshita
- Hrærið reglulega í kjötinu svo það brúnist vel
- Setjið pastasósu saman við og lækkið hitann örlítið
- Látið malla í um 10 mínútur
- Sjóðið spaghetti/pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka
- Látið vatn renna af spaghettíinu/pastanu og deilið á milli í skálar
- Skiptið loks kjötsósunni á milli skála (setjið afgang í box fyrir hádegismat eða í frysti)
Til minnis – viðbótarupplýsingar
Í þessari uppskrift má skipta út folaldahakki fyrir aðrar gerðir eftir smekk eða tilboðum í kjötborði. Það eru ekki allir sem leggja í folaldahakkið, þá er hægt að skipta út fyrir það sem heimilið kýs helst en grísa/Svínahakk hækkar verðið á þessum rétti um 70% og nautahakk um 100% *Reiknað er með ca. 60g af þurru óelduðu spaghetti/pasta á mann Sniðugt er að bjóða upp á ódýrar brauðbollur eða heimalagað hvítlauksbrauð með þessu (ristað brauð strokið með sárinu á hvítlauki og smjör/viðbit)