EINFALT LASAGNE

by birgitta

Lasagne

1.186 kr
Ódýrt og gott lasagne
Undirbúningur 5 mínútur
Eldunartími 25 mínútur
Heildartími 30 mínútur
Tegund Kvöldmatur
Þema Ítalskt
Skammtar 4 manns

Innihaldslýsing
  

  • 500 g Folaldahakk kg
  • 1 msk Matarolía 1L
  • 3 dl Nýmjólk 1L
  • 1 pk Knorr Lasagne
  • 200 g Góðostur kg

Leiðbeiningar
 

  • Hitið ofnin á 180°C, á undir- og yfirhita
  • Dreifið olíu í botninn og á hliðarnar á forminu
  • Hitið matskeið af olíu á pönnu og steikið hakkið á miðlungshita
  • Hrærið reglulega í kjötinu svo það brúnist vel
  • Blandið kryddinu saman við kjötið, ásamt mjólk
  • Farið eftir leiðbeiningum á pakkanum en þegar kjötblandan er tilbúin, má raða til skiptis kjötblöndu og lasagne plötum í formið
  • Endið á að dreifa rifnum osti yfir og setjið inn í ofn í 20 mínútur

Til minnis – viðbótarupplýsingar

Það er hægt að útbúa lasagne á marga mismunandi vegu, alveg frá grunni, úr pakka, með kotasælu eða sýrðum rjóma, skipta út kjöti eða lasagne-plötum, allt eftir smekk hvers og eins. Ódýrasta útgáfan er með folaldahakki og úr pakka en það er hægt að bæta við kotasælu á milli laganna fyrir þá sem vilja bæta smá lúxus og bragðbæta. 
Það eru svo ekki allir sem leggja í folaldahakkið, þá er hægt að skipta út fyrir það sem heimilið kýs helst en grísa/svínakjöt hækkar réttinn um u.þ.b. 30% og nautahakkið um 50%. Við bendum einnig á að prufa að gera grænmetislasagna eða nota vegan hakk.

Fleiri hugmyndir