HAFRAGRAUTUR

by birgitta

Hafragrautur

243 kr
Undirbúningur 5 mínútur
Eldunartími 4 mínútur
Standa undir loki 3 mínútur
Heildartími 12 mínútur
Tegund Hádegismatur, Kvöldmatur
Skammtar 4 manns

Innihaldslýsing
  

  • 4 dl Haframjöl
  • 4 dl Nýmjólk 1L
  • 4 dl Vatn
  • 1 tsk Salt 1kg

Leiðbeiningar
 

  • Blandið saman vatni og mjólk í potti. Hitið að suðu.
  • Lækkið niður í lágan hita og hellið höfrunum út í pottinn.
  • Eldið í um 5 mínútur eða þar til hafrarnir hafa dregið mestallan vökvann í sig en passið að hræra reglulega í grautnum.
  • Takið af hitanum, setjið lok á pottinn og látið standa í um 2-3 mínútur.

Til minnis – viðbótarupplýsingar

Þessi er mjög einföld en það er alltaf hægt að færa hafragrautinn upp á næsta stig með t.d.:
  • Púðursykur + Maple sýróp + Pekanhnetur + Kanill
  • Bananasneiðar + Valhnetur + Kanill
  • Jarðaber + rjómi + hunang + vanilludropar
  • Kakóduft + Hnetusmjör + Súkkulaðidropar + Hnetur

Fleiri hugmyndir