KJÚKLINGABAUNIR Í KARRÝ

by birgitta

Kjúklingabaunir í karrýsósu

2.130 kr
Undirbúningur 5 mínútur
Eldunartími 15 mínútur
Heildartími 20 mínútur
Tegund Kvöldmatur
Þema Vegan
Skammtar 4 manns

Innihaldslýsing
  

  • 3 dl Kókosmjólk dós
  • 0,5 krukka Pikkluð paprika
  • 2 tsk Rautt karrýmauk (paste)
  • 1 geirar Hvítlauksgeirar
  • 1 tsk Krydd chilli
  • 1 dl Vatn
  • 1 stk Grænmetisteningur
  • 5 dl Kjúklingabaunir (fulleldaðar)
  • 2 dl Hrísgrjón
  • 1 msk Engifer (rifið)
  • 1 msk Matarolía 1L

Leiðbeiningar
 

  • Eldið hrísgrjón eftir leiðbeiningum á pakka
  • Blandið saman hálfri dós af kókosmjólkinni með pikkluðu paprikunni svo úr verði mjúk blanda (notið töfrasprota eða blandara)
  • Hitið olíu á stórri pönnu. Setjið rautt karrý, engifer og hvítlauk út á pönnuna (rífið engifer og hvítlauk niður eða pressið).
  • Blandið chilli kryddinu saman við og bætið svo paprikusósunni saman við og restinni af kókosmjólkinni.
  • Bitið grænmetisteninginn út á og látið sjóða í um 5-10 mínútur.
  • Bætið elduðu kjúklingabaununum saman við og hrærið rólega þar til baunirnar hafa náð hita. Berið fram með hrísgrjónum.

Fleiri hugmyndir