31
Kjúklingavængir
1.362 kr
Innihaldslýsing
- 1,4 kg Kjúklingavængir kg
- 125 g Hveiti 1kg
- 1 tsk Salt 1kg
- 1 tsk Pipar
- 1 tsk Krydd paprika
- 1 tsk Krydd hvítlaukur
- 290 g BBQ Sósa (eða Franks Hot Sauce)
- 170 g Hunang (eða 80g smjör ef notuð er hot sauce)
Leiðbeiningar
- Hitið ofninn í 220°C
- Takið vængina og skerið í búta (við eigum að ná tveimur bitum) og hreinsið bitana til eftir óskum
- Blandið saman hveiti og kryddinu í skál
- Hyljið bitana með hveitiblöndunni og hristið afgangs hveiti af
- Raðið bitunum á plötu með bökunarpappír (ekki stafla ofan á heldur raða í einfalda röð)
- Setjið í ofn í um 45 mínútur en snúið þegar tíminn er hálfnaður
- Takið bitana út og hækkið hitann á ofninum í 250°C
- Í annarri skál, blandið saman BBQ sósunni og hunanginu. (Ef þið ætlið að nota Franks Hot Sauce, þá bræðið þið smjörið og blandið saman við Franks Hot Sauce og fylgið svo sömu skrefum á eftir)
- Setjið vængina út í skálina og passið að hylja alla bitana með sósu
- Raðið bitunum aftur á plötu með bökunarpappír og setjið inn í ofn.
- Þegar bitarnir hafa bakast í um 8-10 mínútur, má taka bitana út og kæla örlítið áður en þeir eru bornir fram.