49
Naan brauð
322 kr
Mjög fljótlegt og einfalt naan brauð
Innihaldslýsing
- 6 dl Hveiti 1kg
- 2 tsk Lyftiduft
- 2 dl Hrein jógúrt
- 2-4 msk Vatn Mismikið eftir því hvaða hveiti er notað
- 2 tsk Matarolía 1L
- 1 tsk Salt 1kg
Leiðbeiningar
- Blandið saman þurrefnunum í skálina á hrærivél og hrærið varlega
- Bætið jógúrt, olíu og vatni út í (gott að byrja einni msk í einu til að geta stoppað þegar deigið er farið að haldast vel saman án þess að vera klístrað)
- Hnoðið í 2-3 mínútur í viðbót
- Skiptið í 8 kúlur og passið að setja klút yfir þar til þið steikið brauðið
- Hitið pönnu á háum hita
- Þegar pannan er orðin mjög heit, rúllarðu út einni kúlunni í þunna sneið og setur á pönnuna
- Það þarf að fylgjast vel með brauðinu og kíkja reglulega undir, en þegar brauðið er ennþá ljóst með nokkrum svörtum skellum, þá má snúa brauðinu á hina hliðina og steikja
- Það þarf að fylgjast áfram vel með þessari hlið svo brauðið brenni ekki við
- Þegar brauðið er tilbúið má setja það á disk en setja klút yfir svo það haldist heitt og mjúkt áfram.
Til minnis – viðbótarupplýsingar
Ef deigið verður of blautt eða klístrað, má bæta smá hveiti þar til réttri áferð er náð. Sniðugt er að pensla smjöri yfir á meðan brauðið er heitt en einnig má skera í hvítlauksgeira og strjúka sárinu yfir heitt brauðið.