PÍTUBRAUÐ 8 STK

by birgitta

PÍTUBRAUÐ 8 STK

195 kr
Undirbúningur 5 mínútur
Eldunartími 7 mínútur
Hvíldartími 1 hour
Heildartími 1 hour 12 mínútur
Tegund Meðlæti
Þema Grískt
Skammtar 8 manns

Innihaldslýsing
  

  • 7,5 dl Hveiti 1kg
  • 2 tsk Salt 1kg
  • 2 msk Matarolía 1L
  • 1 bréf Þurrger bréf
  • 2 tsk Sykur 1kg
  • 250 ml Volgt vatn (Vatnið þarf að vera nægilega heitt til að kveikja á gerinu en ekki of heitt svo það drepi ekki gerinn)

Leiðbeiningar
 

  • Hitið ofninn á blástur og 200°C.
  • Hnoðið allt saman í skál í um 8-10 mínútur. Ef deigið er of klístrað má bæta smá hveiti saman við og ef það er of þurrt, má bæta örlitlu vatni saman við.
  • Breiðið blautu viskastykki eða plastfilmu yfir skálina og setjið í hvíldartíma á hlýjum stað.
  • Hvíldartími er um 60 mínútur en þá hefast deigið.
  • Þegar deigið hefur hefast, skiptið því í 8 hluta.
  • Fletjið hvern hluta út í þunnar hringlaga pítur og miðið við að hver píta sé um 12-15cm í þvermál.
  • Raðið pítukökunum saman á tvær plötur með bökunarpappír og setjið inn í ofn.
  • Bakið píturnar í 5-7 mínútur en píturnar eru tilbúnar þegar þær hafa blásið vel upp og hafa brúnast örlítið.

Fleiri hugmyndir