SLÁTUR M/GRÆNMETI & KARTÖFLUM

by birgitta

Slátur m/rófum og gulrótum

1.583 kr
Undirbúningur 5 mínútur
Eldunartími 25 mínútur
Heildartími 25 mínútur
Tegund Hádegismatur, Kvöldmatur
Þema Íslenskt
Skammtar 4 manns

Innihaldslýsing
  

  • 1 stk Lifrarpylsa
  • 1 stk Blóðmör
  • 500 g Kartöflur kg
  • 1 stk Rófur
  • 1 dós Gulrætur niðursoðnar

Leiðbeiningar
 

  • Hitið vatn í tveimur pottum, upp að suðu
  • Brytjið rófuna í litla bita og setjið í sjóðandi vatn, sjóðið í um 20 mínútur eða þar til bitarnir eru mjúkir í gegn, bætið gulrótunum saman við rétt í lokin til að ylja þeim
  • Bætið lifrarpylsunni og blóðmörinni í stóran pott og sjóðið í 5 mínútur og slökkvið svo undir – Látið liggja í pottinum í um 20 mínútur
  • Berið fram slátur og grænmeti

Til minnis – viðbótarupplýsingar

Einnig er gott að skera lifrarpylsuna og blóðmörina í sneiðar og steikja á pönnu. Mörgum finnst einnig gott að sykra blóðmörina og skipta út kartöflum fyrir kartöflumús 🙂

Fleiri hugmyndir