SÚRSÆTT KJÖT

by birgitta

Súrsætt kjöt

1.551 kr
Undirbúningur 5 mínútur
Eldunartími 30 mínútur
Heildartími 35 mínútur
Tegund Kvöldmatur
Þema Asískt
Skammtar 4 manns

Innihaldslýsing
  

  • 1 krukka Súrsæt sósa (Sweet & Sour sauce)
  • 700 g Kjúklingabringur kg
  • 300 g Hrísgrjón 1kg
  • 0,5 poki Frosið grænmeti

Leiðbeiningar
 

  • Byrjið á að setja vatn í pott og hita að suðu.
  • Þegar suðan er komin upp á vatninu, eldið þá hrísgrjón eftir leiðbeiningum á pakka.
  • Hitið pönnu á háan hita og setjið smá olíu á pönnuna.
  • Skerið kjúklingabringur í bita og setjið á heita pönnuna.
  • Þegar kjúklingurinn hefur brúnast vel, má bæta við frosnu grænmeti á pönnuna og steikja saman í nokkrar mínútur.
  • Bætið næst súrsætu sósunni saman við kjúklinginn og grænmetið.
  • Þegar allt hefur mallað saman í nokkra stund og hrísgrjónin soðin, má bera fram á borð.

Til minnis – viðbótarupplýsingar

Grísa- og/eða svínakjöt eða lambakjöt bragðast einnig mjög vel í þessum rétti en þá verður kostnaður á réttinum hærri.
Einnig má nota kjúklingabaunir eða nýrnabaunir í stað kjötsins.

Fleiri hugmyndir