TERIYAKI NÚÐLUR

by birgitta

Teriyaki núðlur

1.077 kr
Undirbúningur 10 mínútur
Eldunartími 20 mínútur
Heildartími 30 mínútur
Tegund Hádegismatur, Kvöldmatur
Þema Asískt
Skammtar 4 manns

Innihaldslýsing
  

  • 1 pk Núðlur
  • 2 msk Matarolía 1L
  • 1 pk Frosið grænmeti
  • 1 krukka Teriyaki sósa

Leiðbeiningar
 

  • Hitið vatn í potti upp að suðu og sjóðið núðlur samkvæmt leiðbeiningum á pakka
  • Sigtið og hreinsið, ef þarf
  • Á meðan núðlurnar sjóða, hitið pönnu á miðlungshita með smá olíu
  • Steikið frosið grænmeti þar til það hefur mýkst og er orðið þiðið í gegn
  • Bætið núðlunum út á pönnuna ásamt helmingnum af teriyaki sósunni og blandið vel
  • Steikið í um eina mínútu, bætið við teriyaki sósu ef þið viljið hafa núðlurnar sósumiklar
  • Takið pönnuna af hitanum og berið fram

Til minnis – viðbótarupplýsingar

Einnig má bæta við sesamolíu (1 tsk) í lokin, rétt áður en rétturinn er borinn fram og skreyta með sesamfræjum.

Fleiri hugmyndir