TORTILLUR M/HAKKI & GRÆNMETI

by birgitta

Tortillur m/hakki & grænmeti

1.426 kr
Undirbúningur 5 mínútur
Eldunartími 15 mínútur
Heildartími 20 mínútur
Tegund Kvöldmatur
Þema Mexíkóskt
Skammtar 4 manns

Innihaldslýsing
  

  • 1 pk Tortillur (8 stk)
  • 250 g Folaldahakk kg
  • 200 g Góðostur kg
  • 1 krukka Taco sósa
  • 2 stk Tómatur
  • 0,5 stk Agúrka
  • 1 stk Laukur
  • 1 stk Paprika
  • 0,25 tsk Pipar
  • 0,5 tsk Salt 1kg

Leiðbeiningar
 

  • Hitið olíu á pönnu á háum hita
  • Steikið nautahakkið á pönnunni þar til það hefur brúnast vel og setjið í skál
  • Skerið niður meðlæti í smáa bita og setjið á bretti/disk eða í skálar
  • Hitið tortillur á pönnunni eða í örbylgjuofni
  • Berið fram tortillur og meðlæti

Til minnis – viðbótarupplýsingar

Sumir vilja krydda hakkið meira en það er mjög persónubundið, það getur verið gott að nota hvítlauks-, lauk-, papriku-, fajitas- eða cumin krydd.
Það eru ekki allir sem leggja í folaldahakkið, þá er hægt að skipta út fyrir það sem heimilið kýs helst en grísa/svínakjöt hækkar réttinn um u.þ.b. 30% og nautahakkið um 50%.

Fleiri hugmyndir