Hugmyndin að Matarplan.is er sprottin af gömlum draumi höfundar um að aðstoða aðra við sparnað og skipulag heimilisins með matarplani og matarinnkaupum. Vefsíðan er að upplagi með einföldum og ódýrum uppskriftum sem hver getur sjálf/ur bætt við og breytt eftir eigin höfði en grunnurinn á að vera einfaldur fyrir sem flest heimili og ódýr. Uppskriftirnar taka ekki tillit til ofnæmis-, eða óþolsvaka en oftast er auðvelt að breyta eftir sínu höfði þeim innihaldsefnum sem þarf. Í flestum uppskriftum er einnig auðvelt að skipta út próteinhráefni svo að þær teljist vegan.
Kostnaður á hverri uppskrift er reiknaður út frá innihaldi uppskriftanna og ódýrasta verði verslana hverju sinni, listann yfir innihaldsefni og verð má finna undir: UPPSKRIFTIR > LISTI YFIR HRÁEFNI
*athugið að verð uppskrifta eru birt með fyrirvara um villur
Við höfum flest upplifað að vilja spara, annaðhvort á meðan við erum að safna fyrir einhverju öðru eða af því að aðstæður eru mismunandi á hverjum tíma. Matarinnkaup eru einn af stærri útgjaldaliðum heimilisins og ef heimilið fylgir ekki matarplani, þá enda matarinnkaupin oft á síðustu stundu og þá leitum við gjarnan í skyndilausnir sem kosta mun meira en ef við hefðum skipulagt okkur betur.
Enginn eignast krónuna nema hirða eyrinn.
BETUR SJÁ AUGU EN AUGA.
Ef þú ert með hugmynd að ódýrri og einfaldri uppskrift sem þú myndir vilja koma áleiðis (sjá hér) eða ert með ábendingar um eitthvað sem betir mætti fara, máttu gjarnan senda okkur ábendingu hér fyrir neðan.